Lundaát vekur óhug

Hvernig er það með Breta, finnst þeim allt í lagi að rækta dýr til þess eins að éta þau en finnst samt óeðlilegt að veiða sér til matar? Ég átta mig ekki alveg á þessu þar sem áður fyrr þurftu allir að veiða sér til matar. Svona áður en farið var út í ræktun. Eins og bent var á í fréttinni komu aðvaranir í umræddum þætti og ég ætla að lofa mér að efast um að það hafi bara allt í einu komið mynd á skjáinn þar sem Ramsay var að éta þennan lunda. Þessir kvartarar fengu næg tækifæri til að skipta um stöð fyrst að þetta fór svona ógurlega fyrir brjóstið á þeim! Held að þetta lið þurfi bara að hætta að væla og nenna að teygja sig í fjarstýringuna.
mbl.is Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóstaganga

Mikið rosalega líst mér vel á þessa skrúðgöngu. Ég er að hugsa um að skella mér. Hver kemur með?
mbl.is Grænt ljós á skrúðgöngu berbrjósta klámmyndastjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkamál

Alltaf furða ég mig mikið á því hvað fólk skiptir sér mikið af einkamálum annara. Hverjum kemur það við að Bubbi og eiginkona hans eiga von á barni öðrum en þeim sjálfum og þeirra nánustu? Og að það teljist fréttnæmt? Ekki langar mig að vera frægur. Þá væri það í öllum fjölmiðlum ef ég myndi fá mér rettu, bora í nefið eða barna kærustuna. Það væri mikið skárra þá að vera bara "nóboddí" og fá að hafa sitt einkalíf í friði.
mbl.is Bubbi: „Hef hlutina fyrir mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður díll

Þetta ætti að vera alveg helvíti fínn díll. Örugglega sæmileg íbúð og það fylgir með svona gaur sem er hægt að láta taka til. Og ef sá gamli neitar að lyfta hendi og létta til með nýjum íbúum íbúðarinnar ætti ekki að vera mikið mál að selja hann bara á e-bay, eins og Ástralinn gerði við allar sínar eigur og lífstíl.
mbl.is Íbúð til sölu - stjúpfaðir fylgir með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpsemin borgar sig ekki

Það er alltaf verið að tala um að hjálpa náunganum og svona, en það er greinilegt að maður ætti ekkert að vera að því. Svona lítur þetta út fyrir mér: Maður fer til útlanda til að keyra, ákveður að selja bílinn sinn, fær gistingu á sveitabæ á meðan hann finnur kaupanda, vinnur fyrir mat sínum og gistingu (sem er fullkomnlega eðlilegt að mínu mati), er handtekinn fyrir það og hent í fangelsi þar sem hann má gjöra svo vel að sofa á hörðu og óþægilegu rúmi en hefði sennilega alveg eins getað sofið á gólfinu, það olli honum verjkum og var honum samt neitað um verkjalyf og honum var einnig neitað um níkótín þó hann hafi beðið um það. Það er, að mínu mati, skítameðferð sem er ekki neinum bjóðandi! Ég held að það sé sennilega bara best að halda sig fyrir sjálfan sig og vera ekkert að hjálpa öðrum. Manni er allavega ekki hent í fangelsi fyrir það.
mbl.is Í fangelsi fyrir hjálpsemina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir lögreglunni

Þetta eru sko meiri heitjurnar. Að sparka í liggjandi mann og berja hann í andlitið þegar hann reynir að rífa sig lausan. Ég er stoltur af þessum hversdagshetjum sem reyna sitt besta til að halda svona stórhættulegum glæpamönnum í skefjum frá saklausum borgurum. Þar að auki var þessi stórhættulegi glæpamaður vopnaður piparúða og hver veit hvaða óskunda hann hefði getað gert ef lögreglu hefði ekki borið fljótt að til að taka hann niður, sparka í hann og berja?

 

Vonandi áttiði ykkur á þessari kaldhæðni.


mbl.is Lögreglumenn börðu ræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugur þessi.

Ég verð nú að viðurkenna að þessi maður er einn sá sniðugasti sem ég hef lesið um lengi. Samt helvíti skítt að geta ekki ýtt á nokkra takka á lyklaborði til að skoða það ógrynni af klámi sem er á netinu. Kannski var það ekki vandamálið samt, kannski langaði hann bara að komast í ókeypis klámefni og eiga það. Maður ætti kannski að rölta í næstu hjálpartækjaverslun og prófa þetta.
mbl.is Kvaðst vera klámeftirlitsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þetta er bara grín.


Fór það framhjá einhverjum? Nei, svona í alvöru talað? Ég sá sma brot af þessu þegar litla stelpan var að mæma og það var nú nokkuð augljóst (að mínu mati allavega) að þetta væri ekki hún að syngja. Það kemur mér nú samt svolítið á óvart að það hafi verið ákveðið að hafa hina réttu söngkonu baksviðs syngjandi í stað þess að hafa þetta á upptöku, sem ég tel að hefði verið mun einfaldara. Og hvað ætli þessi tónlistarstjóri, eða aðrir aðilar sem komu við sögu, hafi sagt við grey stelpuna sem stóð baksviðs og söng svona fallega? "Nei sorrí, þú ert bara of feit og með skakkar tennur og við viljum ekki að allir sem eru að horfa sjái þig því þá halda þeir að allir Kínverjar séu feitir og ljótir"? Auðvitað hlaut að komast upp um þetta fyrr eða síðar og þetta sýnir bara betur að það hlýtur að vera eitthvað að þarna í Kínalandinu. Hvort sem það er einhver minnimáttarkennd eða mikilmennskubrjálæði veit ég ekki, en ég veit þó að þeir eru ekki að standa sig í því að láta fólki líða vel. Svona framkoma ýtir undir vanlíðan sem getur jafnvel leitt til þunglyndis. Svo voga þeir sér að banna fólki sem á við þunglyndi og önnur geðræn vandamál að sækja landið heim. Þetta skil ég bara engan veginn.

 

Það kom mér svosem ekki mikið á óvart að þessir flugeldar voru ekki ekta. Þegar maður veltir þessu aðeins fyrir sér og fylgist almennilega með sér maður að þetta er það mikilfenglegt að það hlýtur einhver að vera að ýta á takka á tölvu í stað þess að kveikja í kveikjuþræði, en ég skil þetta betur. Eins og flestir vita stafar mengun af flugeldum og Kínverjar mega í raun ekki við því. Það hefði bæði aukið á ryk og drullu í loftinu og svo væri spítnadrasl á víð og dreif eftir þetta. Svo ekki sé nú talað um hættuna sem hefði getað stafað af þessu.


mbl.is Allt í plati í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsatrú


Það er alveg hreint merkilegt að fólk geti ekki gefið út eina bók, eða birt teikningu ef út í  það er farið, án þess að vekja upp reiði einhvers trúarhóps. Það er frekar skítt að höfundur er búinn að hafa fyrir því að skrifa heila skáldsögu og hættir við að gefa hana út því að trúarhópur gæti reiðst. Merkilegt líka svona fólk sem tekur trúna og lífið of alvarlega. Það er ekkert stuð í því að vera alltaf grafalvarlegur og fúll. Þetta minnir mig svolítið á kveðju sem ég sá í korti sem var sent í tilefni af afmæli: Ekki taka lífið of alvarlega. Þú sleppur ekkert lifandi frá því hvort sem er.
mbl.is „Ljósblátt klám“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vangaveltur geðveika mannsins

Höfundur

Kristján
Kristján
Höfundur er ungur maður með sterkar skoðanir og mun nota þennan vettvang til að tjá þær.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband