Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.9.2008 | 09:09
Lundaát vekur óhug
Hvernig er það með Breta, finnst þeim allt í lagi að rækta dýr til þess eins að éta þau en finnst samt óeðlilegt að veiða sér til matar? Ég átta mig ekki alveg á þessu þar sem áður fyrr þurftu allir að veiða sér til matar. Svona áður en farið var út í ræktun. Eins og bent var á í fréttinni komu aðvaranir í umræddum þætti og ég ætla að lofa mér að efast um að það hafi bara allt í einu komið mynd á skjáinn þar sem Ramsay var að éta þennan lunda. Þessir kvartarar fengu næg tækifæri til að skipta um stöð fyrst að þetta fór svona ógurlega fyrir brjóstið á þeim! Held að þetta lið þurfi bara að hætta að væla og nenna að teygja sig í fjarstýringuna.
Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur geðveika mannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar